GRRRRRRLS sýnt aftur í Tjarnarbíó

15442247_1837200486565787_7494960694995111481_n
Aukasýning eða á dansverkinu GRRRRRRLS eftir Ásrúnu Magnúsdóttur eða aukaaukalokalokasýning eins og hún er kölluð í auglýsingunni verður í Tjarnarbíói fimmtudaginn 19. janúar næstkomandi en í henni kemur hópur unglingsstúlkna fram og tekst á við viðfangsefnið að verða unglingur. Sýningin vakti mikla athygli á Reykjavík Dance Festival í haust en hún var fyrst sett upp á hennar vegum. Ásrún leitar svara um hvað feminísk samstaða þýðir fyrir hóp af unglingsstelpum í dag og hvað það þýðir fyrir stúlkurnar að hafa eina sameinaða rödd. Verkið er samið í samvinnu við hópinn þar sem hann dansar í gegnum spurningar eins og hvaða merkingu það hefur fyrir stelpurnar að standa saman, að standa upp fyrir hvorri annarri, að vera ein fyrir allar- allar fyrir eina. Þetta áleitna og tilfinningaríka verk sýnir hvernig allt breytist við að verða 13 ára og vandamálin sem því fylgja og leggur síðast en ekki síst áherslu á að það eru bara unglingsstelpur sem vita hvað það þýðir að vera unglingsstelpa. Ekki láta þessa frábæru sýningu framhjá ykkur fara! Það styttist í að verði uppselt svo upplagt er að tryggja sér miða hér:

https://midi.is/leikhus/1/9907/GRRRRRLS

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.