Hamingjustundir í hjarta borgarinnar

Föstudagar eftir vinnu eru vinsælir til að fara með vinnufélögum og vinum að lyfta sér upp. Fjölmargir staðir bjóða upp á vildarkjör milli 17:00 og 19:00 síðdegis, á svonefndum “Hamingjustundum” eða “Happy hours”. Miðborgin skartar ótal skemmtilegum stöðum, kaffihúsum, börum og veitingahúsum sem hafa “Hamingjustundir” í hávegum. Þeirra á meðal er Petersen svítan á þaki Gamla bíós sem í dag er meðal vinsælustu samkomustaða borgarinnar.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.