Hinn þekkti söngvari, Harold Burr sem dvalið hefur á Íslandi um áratuga skeið, mun syngja brott Vetur konung og fagna sumri í Hannesarholti n.k. miðvikudag 19.apríl sem er síðasti vetrardagur.
Harold sem er fyrrum liðsmaður hinnar goðsagnakenndu söngsveitar The Platters mun flytja mörg af sínum eftirlætislögum úr söngvasafni gospeltónlistarinnar.
Það er tilvalið að kíkja og versla sumargjafirnar í miðborginni, snæða síðan léttan kvöldverð íu Hannesarholti og njóta tónlistar Harold Burr eftir langan vetur.
Hægt er að panta miða símleiðis í 511 1904 eða netleiðis á [email protected]