Hátíðartónleikar Árstíða á Þorláksmessu í Fríkirkjunni

Screen Shot 2015-12-22 at 10.50.48Hátíðartónleikar Árstíða á Þorláksmessu hafa verið haldnir árlega síðan 2008 og má því segja að fyrir þeim hafi skapast töluverð hefð, enda hefur þar jafnan skapast frábær jólastemning. Engin breyting verður á þetta árið og sem fyrr verður efnt til hátíðarhaldanna í Fríkirkjunni í Reykjavík. Dagskrá tónleikanna verður með þeim hætti að flutt verður frumsamið efni Árstíða í bland við annað hátíðarefni sem er sérstaklega valið fyrir tónleikanna hverju sinni. Er þar bæði átt við um jólalög sem og tónverk sem henta sérstaklega vel fyrir flutning í kirkju. Líkt og í fyrra verða haldnir tvennir tónleikar á Þorláksmessudag, þeir fyrri kl. 16:00 og þeir síðari kl. 21:00 um kvöldið.

Árið hefur verið mjög viðburðarríkt fyrir hljómsveitina Árstíðir. Þriðja breiðskífa sveitarinnar “Hvel” var gefin út í mars, og næstu mánuði þar á eftir var áherslan lögð á að fylgja henni eftir með tónleikahaldi erlendis. Meðal annars var haldið í 6 vikna tónleikaferðalag um gjörvöll Bandaríkin síðasta sumar þar sem komið var fram á tónleikum í u.þ.b. 20 fylkjum. Meðlimir hafa síðan eytt síðustu mánuðum í hljóðveri í tengslum við samstarfsverkefni með hollensku söngkonunni Anneke Van Giersbergen. Sameiginleg plata listamannana kemur út í febrúar á næsta ári og er þema plötunnar gömul klassísk lög í útsetningu Árstíða.

Dagsetning: 23. des.-Kl. 16:00 og 23. des.-Kl. 21:00

Miðaverð: 2.900 kr.

Staðsetning: Fríkirkjan í Reykjavík, Fríkirkjuvegi 5, 101 Reykjavík

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.