Hátíðleg stund við tendrun Oslóartrésins

2 desember, 2013 Fréttir

Margt var um manninn og börnin léku sér kát er kveikt var á jólatréinu við Austurvöll í gærdag. Þetta var  í 62. skiptið sem þessi athöfn átti sér stað í miðborginni.

Söngdívurnar Ragga Gísla og Sigríður Thorlacius stigu á stokk og sungu nokkur valinkunn jólalög og síðan afhenti Dag Vernö Holter, sendiherra Noregs, Jóni Gnarr borgarstjóra tréð með táknrænum en formlegum hætti. Það kom svo í hlut norsk-íslenska drengsins Ólafs Gunnars Steen Bjarnasson að kveikja ljósin á trénu, en það gerði hann úr fangi borgarstjóra við góðar undirtektir. Að lokum komu síðan  þrír bráðskemmtilegir og reffilegir jólasveinar og sungu fyrir gesti.

Athöfnin öll þótti takast hið besta. Því má þakka góðum undirbúningi, fyrirtaks umgjörð; sviði, lýsingu og hljóðkerfi og síðast en ekki síst einvalaliði skemmtikrafta.

jóla1 jólatre
Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í markaðsfélagið

Skrá mig í markaðsfélagið

Skrá fyrirtæki