Verið velkomin á Haust, einstakan veitingastað á Fosshótel Reykjavík í Borgartúninu og rétt hjá hinu líflega Hlemmtorgi og miðbænum.
Nafnið Haust er engin tilviljun en veitingastaðurinn er tileinkaður litum og fegurð íslenska haustsins. Við vildum fanga þessa fegurð og ferskleikann sem fæst við að draga djúpt andann á björtum haustmorgni.
Hlaðborðið á Haust er orðið víðfrægt en boðið er upp á glæsilegt hlaðborð öll kvöld og bröns hlaðborð allar helgar. Meðal kræsinga hlaðborðsins eru mikið úrval forrétta, grænmetisrétta, kjötrétta og fiskmetis en einnig eru vegan réttir í boði.
Dásamlegt eftirréttaborð heillar alltaf unga sem aldna og vínseðillinn er fjölbreyttur.
Það er eitthvað fyrir alla á Haust og kokkarnir okkar eru ætíð til staðar til þess að aðstoða þig við valið!