Hetjuhljómkviðan Hörpu

Hetjuhljómkviða Beethovens er eitt af tímamótaverkum tónlistarsögunnar, kynngimagnað verk sem sprengdi öll viðmið um það hvað sinfónía átti að vera. Innblásturinn að verkinu er sagður hafa verið sjálfur Napóleón, en þegar hann tók sér keisaranafnbót dró Beethoven tileinkunina til baka. Tónlistin er þó eftir sem áður innblásin af ímynd hetjunnar, kraftmikil og djörf.

Magnus Lindberg er eitt frægasta tónskáld Norðurlanda um þessar mundir. Hann hefur gegnt stöðu staðartónskálds við Fílharmóníuhljómsveitirnar í Lundúnum og New York, og hefur hlotið Tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs. Fiðlukonsert hans frá árinu 2006 er glæsilegt verk þar sem gamall og nýr tími mætast; gagnrýnandi New York Times sagði um verkið að það væri áfullt af fegurð og spennu.

Breski fiðluleikarinn Jack liebeck hefur náð langt þrátt fyrir ungan aldur; hann hefur hlotið einróma lof fyrir hljómdiska sína hjá Sony Classical, og á milli þess sem hann ferðast heimshorna á milli til að halda tónleika er hann prófessor í fiðluleik við Royal Academy of Music. Daníel Bjarnason er staðarlistamaður SÍ og nýtur sífellt aukinnar virðingu hér heima og erlendis fyrir tónsmíðar sínar og hljómsveitarstjórn.

Dagsetning: 13. okt. kl. 19:30 – 22:00

Staðsetning: Harpa, Austurbakka 2, 101 Reykjavík

Sími: 528-5000

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.