Hik&Rós var stofnað sumarið 2022 af Helga Kristinssyni og Rós Kristjánsdóttur.
Kristinn Sigurðsson, faðir Helga, hafði stofnað Tímadjásn í Grímsbæ í Reykjavík árið 1978. Þar hafði Helgi starfað frá opnun verslunarinnar og Rós kom inn sem nemi á árunum 2020-2022.
Helgi tók við rekstrinum af föður sínum árið 2019 og þegar Rós hafði lokið iðnnámi fór hún til hans í Grímsbæinn. Þá varð Hik&Rós til.
Markmið Hik&Rós er að hanna og framleiða hágæða handgerða skartgripi úr gulli, silfri og gimsteinum, auk þess að sérsmíða skartgripi fyrir viðskiptavini.
Allir Hik&Rós skartgripir eru framleiddir úr endurunnu gulli og silfri og notast eingöngu við átakafría eðalsteina í framleiðslu sinni. Hik&Rós leggur áherslu á að reyna að finna bestu og umhverfisvænustu leiðina til að koma vörunum til viðskiptavina sinna.