Hin árlega Tískuvaka Miðborgarinnar okkar

Hin árlega Tískuvaka Miðborgarinnar okkar verður haldin fimmtudaginn 23.mars, en dagurinn fer jafnan saman við setningu Hönnunarmarsins sem að þessu sinni er eilítið síðar í mánuðinum en venja er til.
Reykjavik Fashion Festival er á sínum stað og almennt skartar Hönnunarmars nú fleiri viðburðum en nokkru sinni.

Verslanir eru jafnan opnar til kl. 21:00 á Tískuvöku. Sumar verslanir skarta tískusýningum eða kynningum á nýjum vörum, aðrar bjóða upp á sértilboð og afslætti og síðan er víða að finna lifandi tónlist eða DJ -stemningu með léttum veitingum.

Rekstraraðilar birta jafnan áherslur sínar og sértilboð í sameiginlegum auglýsingum. Þátttaka í slíku tilkynnist hið fyrsta í tölvupósti á:[email protected] – í síðasta lagi Screen Shot 2017-03-12 at 10.41.30fyrir 20.mars.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík