Hinn árlegi Kjötsúpudagur á Skólavörðustíg er á laugardag

N.k. laugardag, 26.október er Fyrsti vetrardagur og þá hefst jafnframt Gormánuður. Framtakssamir rekstraraðilar Skólavörðustígs og nágrennis undir forystu Jóhanns Jónssonar matreiðslumeistara í Ostabúðinnni hafa um árabil efnt til glæsilegs Kjötsúpudags á þessum degi og svo verður einnig nú. Hundruðir lítra af gómsætri kjötsúpu munu renna ofan í kok ,vélindu og maga Reykvíkinga og nærsveitamanna, þeim að kostnaðarlausu. Jóhann og hans fólk gefur alla vinnu sína en íslenskir grænmetis – og sauðfjárbændur leggja til hráefnið.

Þeir matreiðslumeistarar sem annast framkvæmdina auk Jóhanns í Ostabúðinni eru þeir Úlfar Eysteinsson á Þremur frökkum, Friðgeir Eiríksson á Hótel Holti, Gústaf Axel Gunnlaugsson á Sjávargrillinu og Sigurgísli Bjarnason á SNAPS.

Nöfn þessara snillinga ein og sér fá munnvatnskirtla óbreyttra tíðindamanna á midborgin.is til að þrútna og vökna.

Margt fleira en matarupplifun verður til skemmtunar á Skólavörðustíg þennan dag, þ.m.t. tískusýning og verðlaunahátíð kl. 15:30.gudni_deildi_ut_kjotsupu

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík