Hjólabrettamót föstudaginn 21.júní í miðborginni

Alþjóðlegt og árlegt hjólabrettamót verður haldið í miðborginni föstudaginn 21.júní og hefst það við Hallgrímskirkju um 14:00 og endar á Ingólfstorgi um kl. 17:00. Vegfarendur eru beðnir að hafa vakandi auga með hjólabrettafólki svo hvergi komi til árekstra. Rekstraraðilar eru sömuleiðis beðnir að sýna hjólabrettafólki tillitssemi á þessum stóra degi vaxandi greinar.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík