Hjólin snúast

Blíða hefur einkennt borgarlífið að undanförnu og almenningur er í óða önn að dusta rykið af reiðhjólunum sínum og pumpa í dekkinn.
Sérhannaða reiðhjólastíga og leiðir er nú að finna um gjörvalla borg og fátt eitt því til fyrirstöðu að taka upp bíllausan lífstíl, a.m.k. yfir sumartímann. Gaman væri að sjá aukna fjölbreytni í sjálfum farkostunum, jafnvel á borð við þá reiðskjóta sem þessir herramenn sitja á og auðga myndu götur miðborgarinnar á sólríkum dögum.

Screen Shot 2017-05-05 at 17.29.27
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík