Hlýjir tónar í Suðurstofunni

Óhætt er að segja að góður andi hafi svifið yfir vötnum í versluninni Kraum  í gærkveldi við opnun tónlistardeildarinnar Íslenskra tóna í Suðurstofunni, en tekið var á móti gestum með hlýjum tónum og huggulegheitum. Við óskum Kraum til hamingju með þessa nýju deild og jafnframt  öllu íslensku tónlistarfólki, en þarna mun einungis íslensk tónlist vera í boði og því aðgengilegt fyrir ferðamenn og aðra að nálgast það nýjasta og besta í tónlist landans hverju sinni. Þeir Þorkell Sigfússon og Örn Ýmir Arason munu sjá um deildina en þeir eru báðir tónlistarmenn og skipa sveitina Friends Forever ásamt Kristjáni Hrannarssyni, en þeir tróðu upp í Kraum í gærkveldi ásamt fleira tónlistarfólki við góðar undirtektir gesta.

IMG_4473_Fotor IMG_4521_Fotor IMG_4453_Fotor2
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík