HönnunarMars 2025

Nú blásum við í lúðra og marserum í apríl!

Hátíð hönnunar og arkitektúrs verður haldin í 17. sinn dagana 2.- 6.apríl undir þemanu Uppspretta og henni fylgir kynngimagnaður kraftur upphafsins, gleði og  glens um alla borg. Dagskráin hefur sjaldan verið jafn glæsileg, skrýtin og skemmtileg en líka jarðbundin og mikilvæg. Hún endurspeglar fjölbreytni fagsins og sýnir vel hvernig hönnun tekur á öllum þáttum hins manngerða umhverfis með sýningum, samtölum og fjölbreyttum viðburðum. Kynntu þér dagskrána nánar hér.

Veislan hefst með DesignTalks deginum í Hörpu, 2. apríl þar sem einvalalið býður uppá óþrjótandi uppsprettu innblásturs og augnabliks kjörnun áður en við hefjum okkur til flugs á ný! Kynntu þér dagskrá DesignTalks hér.

Í opnunarpartý í Hafnarhúsinu 3.apríl tekur leikgleðin öll völd enda uppspretta sjálfrar sköpunargleðinnar! Strax í kjölfarið opna allar sýningar í miðborginni með uppákomum fram eftir kvöldi.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.