HönnunarMars var settur í 10. sinn í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi í dag. Á HönnunarMars er ýmis konar hönnun kynnt á ólíkum stöðum í miðbænum. Á meðal viðburða ár hvert eru sýningar, fyrirlestrar, uppákomur og innsetningar.
Á HönnunarMar sameinast allar greinar hönnunar; fatahönnun, arkitektúr, húsgagna- og innanhússhönnun, grafísk hönnun og vöruhönnun. Þátttakendur hátíðarinnar telja um 400 ár hvert. Aukinn fjöldi erlendra þátttakenda kemur til landsins með hverju árinu til að taka þátt í HönnunarMars.
HönnunarMars er kjörið tækifæri til að auðga andann og sækja innblástur. Um er að ræða mikilvægt hreyfiafl í íslensku samfélagi með miklu viðskiptalegu vægi fyrir þátttakendur.
Kynnið ykkur dagskrá HönnunarMars á vefsíðu hans: