Miðborgin okkar hélt nýverið fund á Hótel Borg með rekstraraðilum Kvosarinnar, þar sem umfjöllunarefnið var sérstaða Kvosarinnar og með hvaða hætti mætti ýta undir hana í kynningu á svæðinu.
Fram komu hugmyndir um mörkun hönnunarþorps annars vegar og veitingaþorps hins vegar. Hönnun er rótgróin í Kvosinni , m.a. Grófinni og nágrenni þar sem Kirsuberjatréð, Kogga og GaGa hafa starfað um árabil og síðan er ein stærsta hönnunarverslun landsins staðsett í einu elsta húsi borgarinnar, KRAUM að Aðalstræti 10.
Umræður um jólaþorp sneru að því á fundinum að treysta veru þess á Ingólfstorgi síðustu viku fyrir jól og efla allt viðburða- og markaðshald því tengdu.