Hótelið er vel staðsett í miðbæ Reykjavíkur í göngufæri við nokkur af helstu kennileitum borgarinnar, vinsælum söfnum, veitingastöðum og börum.
Á hótelinu fá töfrar liðinna tíma að skína í gegn, enda er það staðsett við eina af elstu götum borgarinnar, Aðalstræti. Hótelið er byggt á gömlum grunni og var elsti hluti hússins byggður árið 1764.