Hreinsunarátakið Gestasprettur hefst föstudaginn 8.júní

Föstudaginn 8.júní hefst allsherjar hreinsunarátak Miðborgarinnar okkar, rekstraraðila og Reykjavíkurborgar. Stendur átakið fram á mánudag og munu starfsmenn Reykjavíkur hirða ruslapoka af gangstéttum laugardag- , sunnudags- og mánudagsmorgun. Dreift verður kústum, fægiskóflum og málingapenslum til rekstraraðila og þeir brýndir til að sýna frumkvæði og ábyrgð við að halda borginni hreinni. Í framhaldinu verður gerður sérstakur Miðborgarsáttmáli Reykjavíkurborgar, Miðborgarinnar okkar og rekstraraðila, þar sem kveðið er á um ýmsa þætti s.s. að virða tilmæli um opnunartíma, að gera hreint fyrir sínum dyrum o.fl. Jón Gnarr undirritar fyrsta Miðborgarsáttmálann kl. 9:45 í Tösku- og hanskabúðinni að Skólavörðustíg 7 föstudagsmorguninn 8.júní.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.