Hugleitt í Ráðhúsinu

Screen Shot 2016-02-10 at 12.04.34

Á sunnudaginn var nokkuð öðruvísi um að lítast í Ráðhúsinu en vanalega en þar var hátíðarsalurinn þéttskipaður fólki liggjandi á dýnum í djúphljóðbylgjuhugleiðslu. Um var að ræða opnunarviðburð hugleiðsluhátíðarinnar Friðsæld í Febrúar, en hátíðin er enn í fullum gangi. Það er útgáfan Í boði náttúrunnar, í samvinnu við fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga, sem stendur fyrir þessari vikulöngu hugleiðsluhátíð sem stendur frá 7.-13. febrúar, en þessi árlega hátíð er nú haldin í þriðja sinn.

Markmið hátíðarinnar er að vekja áhuga almennings á hugleiðslu, en hún samanstendur af tugum ókeypis hugleiðsluviðburða um land allt, þ.á.m. núvitund, möntruhugleiðslu, yoga nidra, danshugleiðslu og gong slökun.

Áhugasamir geta kynnt sér dagsskrána hér:

http://ibn.is/vidburdir/

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.