Hurðaskellir jólasveinn stalst til byggða og stal að auki giggi af bróður sínum Stekkjastaur sem falið var að fara um miðbæinn syngjandi og trallandi ásamt söngkonunni Ólöfu Arnalds. Þau áttu skemmtilegar stundir við Pennan Eymundsson Laugavegi, Kjörgarð, á Skólatorgi við SKólavörðustíg og svo loks í Ellingssen úti á Granda. Börn sem fullorðnir tóku vel á móti Ólöfu og Hurðaskelli og tóku hraustlega undir í hreyfingum og söng við gömlu góðu jólalögin. En þess ber ber einnig að geta að hundar, sem oftar en ekki hræðast jólasveina, virtust taka Hurðaskelli með eindæmum vel, eins og sjá má hér á myndinni.