Hverfisgata opnuð á Löngum laugardegi, 1.mars

Ein mikilúðlegasta gata borgarinnar  hefur farið í uppskurð og fegrunaraðgerð sem nú er langt komin. Hverfisgatan skartar fjölmörgum glæsihúsum á borð við Þjóðleikhúsið, Þjóðmenningarhúsið, 101 Hotel, Reykjavik Residence og fjölmörgum fleirum. Allar lagnir hafa verið endurnýjaðar frá Vitastíg að Klapparstíg , nýjar hjólabrautir og gangbrautir verið gerðar og nýrri lýsingu komið fyrir.

Á laugardag kl. 14:00 hefst dagskrá við Bíó Paradís sem verður í senn opnunarhátíð Hverfisgötunnar og Langur laugardagur miðborgar. Skrúðganga verður  þaðan farin við lúðrablástur og söng , Laddi skemmtir ásamt Eiríki Fjalar oig plötusnúðum, Lukkuhjól munu snúast með veglegum vinningum í boði og borgarstjórinn Jón Gnarr mun flytja opnunarávarp. Fornbílar munu síðan aka um götuna frá kl. 15 og veitingar verða í boði Austur Indíafélagsins og Bíó Paradísar.

Allir eru hjartanlega jodl.hus2velkomnir.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.