Hýrark um helgina

9 ágúst, 2013 Fréttir

Harpan er vettvangur setningar Hinsegin daga í Reykjavík, en Gay Pride gangan er löngu orðin fjölmennasta skrúðganga á Íslandi. Borgarstjórinn Jón Gnarr verður að vanda þátttakandi í göngunni. Þegar hýrir arka verður Hýrark og er það ein þýðing á enska heitinu Gay Pride. Efstur í Hýrarkinu hefur öllu jöfnu verið poppstjarnan Páll Óskar sem skrar fram úr öðrum í göngunni með öflugu hljóðkerfi, risavörubíl og fjölda þátttakenda  í hópatriðum á vörubílspalli. Ætla má að hann verði Hr. Hýrark 2013 en Hýrarkið hefst við BSí og fer meðfram Tjörninni að Arnarhóli þar sem dagskrá fer fram.

Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í samtökin

Skrá mig í samtökin

Skrá fyrirtæki