Iceland Airwaves 2024 í miðborginni

Tónleikarrölt í Miðborginni – Þín miðborg, þín upplifun

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin fer fram 7. – 9. nóvember vísvegar um miðborgina þar sem hún mun iða af lífi!

Hátíðin býður upp á einstaka tónlistarupplifun með fjölbreyttum tónlistaratriðum frá öllum heimshornum. En af hverju ekki að gera upplifunina enn betri með því að kanna það sem miðborgin hefur upp á að bjóða? Hér eru nokkrar hugmyndir til að gera helgina ógleymanlega:

1. Tónleikarrölt í Miðborginni 🎤

Á meðan hátíðin stendur yfir eru fjölmargir on og off-venue tónleikar í boði á ýmsum stöðum í miðborginni. Þetta er frábært tækifæri til að uppgötva nýjar hljómsveitir og njóta tónlistar í skemmtilegu umhverfi.

Skoða dagskrá: www.icelandairwaves.is

2. Kíktu í sund 🏊‍♀️

Kítku í sund og taktu góða afslöppun í heitu pottunum og gufunni í Sundhöll Reykjavíkur. Þetta sögufræga sundlaugahús er fullkomin staður til að endurnæra þig fyrir tónleikana og njóta rólegra augnablika í miðri borginni.

3. Skoðaðu menninguna í miðborginni 🏛

Miðborgin er rík af menningu og sögu. Kíktu á listagallerí-in eða Reðasafnið fyrir óhefðbundna upplifun.

4. Láttu Dekra við þig í mat og drykk 🍽

Njóttu dásamlegrar kvöldverðar á einhverjum af frábæru veitingastöðum borgarinnar. Hvort sem þú ert í stuði fyrir íslenska hefðbundna rétti eða alþjóðlega matargerð, þá finnur þú eitthvað við þitt hæfi.

5. Taktu kaffi pásu ☕️

Taktu þér hlé frá ys og þys hátíðarinnar og njóttu heitrar drykkjar á einu af mörgum notalegum kaffihúsum miðborgarinnar. Það er fullkomin leið til að hlaða batteríin áður en haldið er aftur út í gleðina.

6. Upplifðu næturlíf miðborgarinnar 🌃

Eftir tónleikana er næturlíf Reykjavíkur líflegt og skemmtilegt. Kíktu á bari og klúbba í miðborginni þar sem þú getur haldið gleðinni áfram langt fram á nótt. Við mælum með Kaffibarnum og Auto.

Gerðu helgina ógleymanlega!

Hvort sem þú ert tónlistarunnandi, matgæðingur eða einfaldlega að leita að nýrri upplifun, þá hefur miðborg Reykjavíkur eitthvað fyrir alla. Komdu og njóttu upplifðu borgina eins og þér hentar.

Þín miðborg, þín upplifun

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.