Í kjölfar frábærra viðtaka við fjölbreyttum grín-spunasýningum í Þjóðleikhúskjallaranum, heldur Improv Ísland hópurinn uppteknum hætti og stendur fyrir spunasýningakvöldum á Húrra. Fyrsta kvöldið var þ. 14. júní síðastliðinn en næsta kvöld er í kvöld, 28. júní en alls verða 6 sýningar á Húrra það sem eftir lifir sumars. svo áfram Hópurinn samanstendur af spunaleikurum úr ólíkum áttum sem hafa æft svokölluð langspunaform hjá Dóru Jóhannsdóttur en aðferðirnar flytur hún okkur Íslendingum frá hinu fræga UCB leikhúsi í New York þar sem hún hefur verið að læra siðastliðin ár. Hópurinn er alls 30 manns en á hverri sýningu koma fram sex til fimmtán af þeim. Það sem áhorfendur mega búast við er skemmtun þar sem ekkert er fyrirfram ákveðið og allt getur gerst. Improv Ísland hópurinn hefur slegið í gegn og hefur fólk vart ráðið sér fyrir hlátri á sýningunum, svo óhætt er að mæla með að kíkja á þau á Húrra. Nánar um dagsetningar á facebook eventinum hér