Ingólfssvell orðið að veruleika

4 desember, 2015 Fréttir
ad

Risið hefur skautasvell á Ingólfstorgi, sem ber heitið Ingólfssvell sem starfrækt verður í desember fram að kvöldi Þorláksmessu. Þetta frábæra framtak er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Nova og Samsung. Í kringum skautasvellið mun einnig rísa jólaþorp með úrvali veitinga, drykkja og útivistarfatnaðar.

Hollenskt fyrirtæki sem einnig kom að byggingu svellsins er leiðandi á sviði uppsetningu skautasvella og hefur meðal annars staðið að uppsetningu skautasvella á mun heitari slóðum en hér á klakanum, t.a.m. í Sahara-eyðimörkinni og Suður-Afríku.

Svo nú er um að gera að dusta rykið af skautunum og renna sér af stað innan um skínandi jólaljósin sem einnig prýða torgið.

Ókeypis er inn á svellið en einnig er hægt er að fá leigða skauta.

Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í samtökin

Skrá mig í samtökin

Skrá fyrirtæki