Inspired by Iceland hefur skilað áþreifanlegum árangri nú þegar

Ljóst er að landkynningarátakið Inspired by Iceland er í góðum höndum og er þegar farið að skila áþreifanlegum árangri í fjölgun ferðamanna á vetrartíma. Einkum eru það helgarferðir sem virðast heilla ferðamenn á þessum árstíma en jafnfrat má greina stóra hópa frá ýmsum heimshornum sem hér virðast dvelja á virkum dögum einnig. Fjölfarnasti ferðamannastaður Íslands er án nokkurs vafa miðborg Reykjavíkur og fer þeim rekstraraðilum fjölgandi sem kjósa að hafa opið um helgar. Fjölbreytileg dagskrá er í boði allan ársins hring í miðborginni. Nægir þar að nefna listasöfnin, Þjóðminjasafnið, Hörpuna, leikhúsin, Norræna húsið og fjölmargt annað, að ekki sé minnst á þá frægu flóru skemmtanalífs og veitingamennsku sem 101 býður upp á , nánast á öllum tímum sólarhrings.

Mynd: www.inspiredbyiceland.com

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.