Ion City opnar á Laugavegi 28

Hið þekkta og vinsæla Ion hótel á Þingvöllum er að stærstum hluta í eigu hjónanna Sigurlaugar Sverrisdóttur og Halldórs Hafsteinssonar. Þau hafa nýverið lokið framkvæmdum á húsinu að Laugavegi 28 þar sem þau hafa opnað stórglæsilegt hótel sem hlotið hefur nafnið Ion City.
Formlega verður opnað fyrir bókanir mánudaginn 24.apríl en undanfarna daga hefur staðið yfir undirbúningur, þjálfun starfsfólks og e.k. reynslurekstur.

Skammt undan mun annað glæsihótel opnað á næstunni, en það er Soho hótelið að Laugavegi 34 – 36 við hlið Sandholt bakarísins vinsæla.
Þá styttist í að framkvæmdum ljúki á Frakkastígsreitnum milli Laugavegar og Hverfisgötu en þar er gert ráð fyrir blandaðri starfsemi, m.a. gistihúsarekstri. Einnig eru hafnar framkvæmdir á Brynjureit svonefndum, aftan við verslunina Brynju að Laugavegi 29, og einnig á lóðinni fyrir aftan Laugaveg 77.

Þó gistirýmum fjölgi umtalsvert í miðborginni við umræddar framkvæmdir, dugir það þó engan vegin til við að mæta áætlaðri eftirspurn 2.4 milljóna erlendra ferðamanna á þessu ári, hvað þá áætlaðra 3 milljóna á næsta ári.

Á myndinni getur að líta hina glæstu hótelstýru Sigurlaugu Sverrisdóttur ávarpa gesti í opnunarathöfn helgarinnar í anddyri Ion City hótelsins.

Screen Shot 2017-04-23 at 20.29.14
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.