Engum sem dvalið hefur meðal annarra þjóða blandast hugur um ágæti okkar íslensku kaffihúsa. Miðborgin skartar miklum fjölda frábærra kaffihúsa sem hafa á boðstólum sérvaldar baunir, nýbrenndar og malaðar, fyrirtaks meðlæti og þá eru íslenskir kaffiþjónar meistarar í framreiðslu skreytts eðalkaffis og meðlætis.
Kaffitár, Te og kaffi, Kaffistofa Íslands, Mokka, Stofan, Café Mezzo á efri hæð Iðu, Súfistinn og fjölmörg fleiri kaffihús í miðborginni halda uppi gæðaviðmiði sem stenst allan samanburð við það besta meðal stórþjóðanna.