Uppfærður og endurnýjaður Latibær var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu um helgina. Skáhallt á móti Þjóðleikhúsinu á horni Hverfisgötu og Klapparstígs stendur hin víðfræga Bókabúð Braga og skartar æði mörgu áhugaverðu. Eitt af raríteum bókabúðarinnar getur að líta á forsíðu Heilsupóstsins, sjálfan yfir-Latabæinginn Magnús Scheving með gerðarlegt svitaband að taka eilítið á því. En hver skyldi hrokkinhærða konan á myndinni vera?