Jazzhátíð Reykjavíkur í fullum gangi

11 ágúst, 2016 Fréttir
imgres-4

Jazzhátíð Reykjavíkur hefur verið haldin árlega allar götur síðan 1990, en hún hefur í senn verið uppskeruhátíð íslenskra jazztónlistarmanna og vettvangur til að kynna það besta sem er að gerast á sviði jazztónlistar á alþjóðlegum vettvangi. Hátíðin hófst í gær með jazzagöngu og tónleikum Tómasar R. Einarssonar en tónleikar einnar virtustu og þekktustu jass-fusion hljómsveitar heims, Snarky Puppy fylgdu í kjölfarið og mæltust sérlega vel fyrir. Fjörið er þó rétt að byrja og mega jazzunnendur eiga von á fjölbreyttri dagsskrá áfram þar sem einvala lið íslenskra og erlendra listamanna stíga á stokk í Hörpu. Hátíðin er skipulögð af Jazzdeild FÍH með stuðningi frá Menningarsjóði FÍH, Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóði. Áhugasamir geta kynnt sér dagsskránna á vefsíðu hátíðarinnar
http://reykjavikjazz.is/

Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í samtökin

Skrá mig í samtökin

Skrá fyrirtæki