Jól í stofu Þórs Breiðfjörð í Gamla bíói um helgina

Screen Shot 2015-12-08 at 20.40.32Jól í stofunni eru nú haldinn annað árið í röð, í þetta sinn í hinu glæsilega og nýuppgerða Gamla Bíói. Það er því óhætt að segja að andi gömlu flauelsbarkanna svífi þar yfir vötnum. Sem fyrr spjallar Þór Breiðfjörð, leikur við hvurn sinn fingur og strýkur raddböndin blítt þar sem öll lög eru færð í stíl fallegu jólalaganna sem Bing Crosby, Haukur Morthens, Nat King Cole og Micheal Bublé hafa einnig sungið. Í þetta sinn verða textar flestir á íslensku, því að þetta árið kemur út ný jólaplata sem ber sama nafn og inniheldur mörg af þeim lögum sem flutt verða á tónleikunum. Meðal þeirra má nefna sérstaka útgáfu af lagi Ingibjargar Þorbergs, Hin fyrstu jól, Heims um ból, ásamt tveim glænýjum jólalögum.

Hljómsveitarstjóri og píanóleikari er Vignir Þór Stefánsson, Birgir Bragason leikur á kontrabassa, Erik Qvick á trommur og Matthías Stefánsson á fiðlu og gítar.

Dagsetning og tími: 11 des. fös. kl. 21:00, 12. des. lau. kl. 21:00

Miðaverð: 5.990 kr.

Staðsetning: Gamla Bíó, Ingólfsstræti 2a, 101 Reykjavík

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.