Jólahátíð við höfnina 🎄🎁

Í desember verður margt um að vera og hátíðleg stemning á Hafnartorgi. Aðventukransarnir spila klassísk jólalög alla laugardaga í Hafnartorgi Gallery, veitingastaðir á svæðinu bjóða upp á sérstaka jólarétti og drykki, verslanir eru fullar af fallegum vörum í jólapakkann og hægt verður að skreyta piparkökur allar helgar í desember í Hafnartorgi Gallery, svo eitthvað sé nefnt.

Komdu í jólastemningu við höfnina!

Ljósin á Hamborgartrénu tendruð

Ljósin verða tendruð á Hamborgartrénu 2. desember kl. 17.00 við hátíðlega athöfn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög við jólatréð. Viðburðurinn er í boði Landsbankans, Brims, Faxaflóahafna, Hörpu og Regins.
Að athöfn lokinni býðst gestum á Miðbakka að þiggja fiskisúpu í boði Brims í nýju húsi Landsbankans við Reykjastræti 6. Jólasveinar og harmonikkuleikari skemmta gestum og leika jólalög, bæði við athöfnina og í bankanum.

Dagskrá:
– Þórdís Lóa Þórhallsdóttir stjórnarformaður Faxaflóahafna býður gesti velkomna
– Dr. Sverrir Schopka segir frá sögu Hamborgartrésins
– Sendiherra Þýskalands, Clarissa Duvegneau, tendrar ljósin á Hamborgartrénu
– Jólasveinar sigla inn í gömlu höfnina á Magna og leggjast að Miðbakkanum, spjalla við börnin og leiða gesti svo að fiskisúpukötlunum í nýju húsi Landsbankans í Reykjastræti 6.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.