🎄 Jólaljósin á Oslóartrénu verða tendruð fyrsta sunnudag í aðventu við hátíðlega athöfn á Austurvelli.
Hátíðleg aðventustund fer fram á Austurvelli sunnudaginn 1. desember kl. 16:00, þegar ljósin á Oslóartrénu verða tendruð. 🎄
🧌 Fyrir athöfnina mun tröllið Tufti mæta á Austurvöll og gleðja gesti.
🎺 Lúðrasveit Reykjavíkur byrjar að spila jólalög kl. 15:30 og síðan tekur við fjölbreytt dagskrá:
🎵 Friðrik Dór & Una Torfa flytja falleg jólalög.
🎅🏼 Jólasveinarnir Bjúgnakrækir og Askasleikir kíkja í heimsókn og gleðja gesti.
🎤 Kynnir: Katla Margrét Þorgeirsdóttir – dagskráin verður túlkuð á táknmáli.
🌟 Komdu og taktu þátt í þessari einstöku upplifun með fjölskyldunni og finndu jóla töfrana svífa yfir miðborgina! 🌟