Jólamarkaður í Listasafni

Screen Shot 2015-12-02 at 14.25.19
POPUP VERZLUN heldur nú sinn árlega JÓLAMARKAÐ í Portinu í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsinu, laugardaginn 5. desember á milli 11:00 og 17:00.

Hönnuðir, listamenn og tónlistarfólk koma nú saman á skemmtilegum markaði þar sem ógrynni af fallegum vörum og myndlist af ýmsum toga verður til sölu fyrir jólapakkann í ár. Kaffihúsastemning verður sett upp í fjölnota rýminu, útgáfuhóf, bóka upplestur, lifandi tónlistarflutningar og margt fleira verður á dagskrá.

Styðjum íslenska hönnuði og listamenn og gefum íslenska jólagjöf.

Ekki missa af þessu!

Staðsetning: Hafnarhús – Listasafn Reykjavíkur Tryggvagata 17, 101 Reykjavík

5. desember

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík