🎄Jólamiðborgin: Viðburðir um helgina 2-3 desember

Það verður nóg um að vera fyrsta í aðventu í miðborginni. Oslóartréð verður tendrað, tvennir jólamarkaðir opna, jólaball í Hörpu ásamt fleirri skemmtilegum jólaviðburðum víðsvegar um miðborgina.

Jólamarkaðir opna um helgina!

Jólakvosin og Jólmarkaðurinn – Hjartatorgi opna nú um helgina. Á mörkuðunum finnur þú fjölbreytt úrval af söluaðilum með ýmsan jólavarning, mat, jóladrykki, jólasveinar„pop up „ viðburðir og frábær jólasteming.

🎄

Oslóartréð tendrað

🎄Jólaljósin á Oslóartrénu verða tendruð fyrsta sunnudag í aðventu við hátíðlega athöfn á Austurvelli.
Lúðrasveit Reykjavíkur mun leika aðventu- og jólalög frá kl 15.30. Fyrir athöfnina mun tröllið Tufti mæta á Austurvöll og gleðja gesti.

Sigríður Thorlacius og Snorri Helgason munu flytja falleg jólalög ásamt hljómsveit. Einnig munu jólasveinarnir Bjúgnakrækir og Askasleikir stelast í bæinn og syngja og skemmta kátum krökkum.
Kynnir er Katla Margrét Þorgeirsdóttir og verður dagskráin túlkuð á táknmáli.
🎄🎅✨
Gleðilega hátíð!

🎄

Jólaball í Hörpu 3 desember

Sunnudaginn 3. desember verður ekta jólaball í fjölskyldudagskrá Hörpu þar sem börn og fjölskyldur geta myndað hringi í kring um glæsilegt jólatré, sungið og dansað jólastemninguna inn í hug og hjörtu.

Jólaálfarnir Fanný Lísa og Antonía leiða með píanóleik, söng og dansi og hver veit nema söngurinn laði að sér jólasvein?

Maxímús Músíkús verður í jólaskapi og heilsar upp á börnin milli þess sem dansað verður í kring um jólatréð.

Dagskrá:

11:00 – Jólaball í Norðurljósum (á 2. hæð)
12:00-13:00 – Maxímús Músíkús heilsar gestum (í opnum rýmum)
13:00 – Jólaball í Norðurljósum (á 2. hæð)

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.