Í dag koma íslensku jólasveinarnir til byggða til að gefa börnunum í skóinn og skemmta um jólin. Í miðborginni er að finna útgáfur af nokkrum þeirra í stafrænu formi á húsveggjum borgarinnar ásamt Leppalúða, Grýlu og ýmsum vættum. En til að hafa enn meira gaman af þá hefur verið settur af stað ratleikur þar sem kastað er fram nokkrum spurningum um hverja vætt og jólasvein í miðborginni. Til þess að vera með þarf að verða sér úti um lítinn bækling (sjá vefslóð) http://issuu.com/visitreykjavik/docs/mid_jolavaettir_051213 og svara þar til gerðum spurningum. Bæklinginn er að finna í Listasafni Reykjavíkur og í ýmsum verlsunum miðborgarinnar. Skilafrestur er til 19. des. en dregið verður úr réttum svörum þann 21. des. Fyrsti vinningur er 25.000 kr. gjafakort Miðborgarinnar, 15.000 í annan vinning og 10.000 í þann þriðja.
Góða skemmtun.