Jólatorgið opnar í Hjartagarðinum og verslanir opnar til 22:00

14 desember, 2017 Fréttir

Í dag, fimmtudaginn 14.desember kl. 16:00, mun Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opna Jólatorgið í Hjartagarðinum, aftan við Laugaveg 17 – 19. Kórarnir Graduale Futuri og Graduale Nobili munu syngja við athöfnina, söngkonan Elín Ey koma fram ásamt Giljagaur og fleiri skemmtikröftum.

Dagurinn markar jafnframt lengdan opnunartíma verslana sem verða opnar til kl. 22:00 öll kvöld til jóla og reyndar til kl. 23:00 á Þorláksmessu, 23.desember. Kórar, lúðrasveitir og jólasveinar verða á Jólatorginu og á vappi um miðborgina laugardaga og sunnudaga til jóla. 

Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í samtökin

Skrá mig í samtökin

Skrá fyrirtæki