Það verður nóg um að vera í miðborginni helgina 7. og 8. desember. Miðborgin verður full af lífi, tónlist, og skemmtilegar uppákomur fyrir alla fjölskylduna.
✨ Hér er er smá dagskrá yfir það sem verður í boði í miðborginni um helgina.
🎁Jólamarkaðurinn við Austurvöll
Jólamarkaðurinn er opinn frá kl. 13:00 til 20:00 bæði laugardag og sunnudag.
Á markaðnum er að finna skemmtilega söluaðila sem bjóða upp á falleg handverk, jólavörur, dýrindis kræsingar og margt fleira. Tilvalið að kíkja í miðborgina og njóta notalegrar stundar með fjölskyldu og vinum.
✨Laugardagur 7. desember
13:00–14:00
🎺 Skólahljómsveit Vesturbæjar
Skólahljómsveit Vesturbæjar opnar dagskrána á Jólamarkaðnu við Austurvöll
14:00–16:00
🎅 2 jólasveinar á röltinu
Jólasveinarnir gleðja gesti og gangandi um alla miðborgina eins þeim einum er lagið.
14:30–15:30
🎭 Lottu persónur á skemmtirölti
Lottu persónur verða á ferðinni með skemmtilega sögustund
14:00
🎼 Karlakór Kjalnesinga og jólasveinar skemmta fyrir utan Apótekið
Kraftmiklir og jólalegir tónar frá Karlakór Kjalnesinga sem fylla miðborgina af sönnum jólaanda
16:00
🎅🎤 Karlakór Kjalnesinga syngja fyrir framan Fjallkonuna
Karlakórinn færir sig yfir á Fjallkonuna og kemur gestum og gangandi í jólagírinn.
✨ Sunnudagur 8. desember
13:00–14:00
🎅 Jólatufti og vinir
Jólatufti og vinir heilsa uppá börn og fullorðna víðsvegar um miðborgina.
13:00–14:00
🤹♀️ Piparkökutrúðarnir Silly Suzy og Momo
Skemmtileg sýning fyrir alla fjölskylduna í Kolaportinu.
13:00–15:00
🎤 Tvö hjörtu syngja inn jólin
Ungar hæfileikaríkar stelpur syngja fyrir miðborgargesti.
14:00–16:00
🎅 2 jólasveinar á röltinu
Jólasveinarnir taka jólasveinaröltið í miðborginni
15:00
🎶 Jólaóratórían með Klemens Hannigan og Salóme Katrínu
Njóttu hátíðlegrar tónlistarupplifunar í kaffihúsinu hjá Kokku – Laugavegi 47 (2.hæð)
16:30
🎼 Jólasöngvar Kvennakórs HÍ
Ljúfir jólatónar í miðborginni sem skapa fullkomna jólastemningu.
Töfrar miðborgarinnar í aðdraganda jóla ❄️
Komdu og njóttu í jólamiðborgarinnar um helgina upplifðu sanna jólatöfra í hverju horni. Jólamarkaðurinn, tónlist, jólasveinar og fjölbreytt dagskrá gera miðborgina að ómissandi áfangastað fyrir alla fjölskylduna.
Við hlökkum til að sjá þig! 🎅🎶✨
#Miðborgin #Jól í Reykjavík #Jólamarkaður #þínjólaborgþínupplifun