Opnunartímar og jólahald í miðborginni á aðventu.
Á fjölmennum jólafundi sem haldinn var í Ráðhúsinu var ákveðið að opnunartímar verslana í miðborginni yrðu sem hér segir:
Frá fimmtudeginum 13.desember til og með 22.desember er opið frá kl. 10:00 – 22:00 alla daga, nema sunnudaginn 16.desember, þá er opið kl. 13:00 – 18:00.
Sunnudaginn 23.desember, Þorláksmessu er opið kl. 10:00 – 23:00 og aðfangadag 24.desember er opið kl. 10:00 – 12:00.
Jólabærinn á Ingólfstorgi opnar svo með pomp og prakt miðvikudaginn 12.12. 2012 kl. 12:12 !
Vegleg viðburðadagskrá verður nánar kynnt á næstunni en hún mun einkum fara fram á Ingólfstorgi, Skólatorgi og Laugatorgi. Þau tvö síðastnefndu eru á horni Skólavörðustígs og Bankastrætis annars vegar, og við Kjörgarð á Laugavegi 59 hins vegar.
Jólaskreytingar eru þegar hafnar í miðborginni og eru rekstraraðilar hvattir til að vanda jólaglugga og skreytingar síns húsnæðis og nærumhverfis.