Jómfrúin

4 Lækjargata, 101 Reykjavík

Ekta danskt smurbrauð
Af natni og stolti tengir Jómfrúin íslenskt gæðahráefni við aldagamlar danskar hefðir svo úr verður einstök matarupplifun fyrir hennar gesti. Jómfrúin stendur teinrétt vörð um gæði og hefðir sem vert er að varðveita.

Jómfrúin hefur nú starfað óslitið frá árinu 1996 og fastagestir hafa haldið tryggð við staðinn allan tímann sem segir meira en mörg orð. Dönsku áhrifin eru sterk enda er fátt danskara en smurbrauð. Jómfrúin hefur vissa þolinmæði gagnvart nýjungum en allt innan velsæmismarka, takk fyrir. Hefðin skiptir öllu máli, smurbrauð á að vera fallega skreytt, topphlaðið og matarmikið. Jómfrúin hefur enda einstakt lag á að tengja saman íslenskt gæðahráefni við dönsku hefðina og handbragðið sem tilheyrir smurbrauðskúnstinni.
Velbekomme!

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.