Kaffitár – Bankastræti

Kaffitár hefur verið til síðan 1990, og síðan þá hefur fyrirtækið markað nokkur spor í sögu kaffiframleiðslu á Íslandi. Alveg frá upphafi hafa ástríða og fagmennska einkennt framgöngu þess, og hefur hvortveggja sest að í neytendum. Kaffitár er til staðar til að veita hámarks ánægju. Kaffitár er leiðandi kaffifyrirtæki á Íslandi sem hefur það markmið að veita sem flestum þá ánægju að drekka úrvalskaffi. Ástríða er drifkraftur Kaffitárs og því er ástríðubaunin stór hluti af sjálfsmyndinni sem og tákni fyrirtækisins. Starfsfólk Kaffitárs er fróðleiksfúst um allt hvað varðar kaffi og leitar eftir að miðla þekkingu sinni til viðskiptavinarins. Kaffitár styrkir á hverju ári fjölda samtaka sem tengjast fólki með þroskahamlanir, sinna starfssemi barna og kvenna og samtök sem styrkja fólk í neyð og í veikindum. Kaffitár hefur einnig verið sterkur stuðningsaðili lista- og menningaviðburða.

Kaffitár í Bankastræti er fyrsta kaffihúsið sem Kaffitár opnaði í miðbæ Reykjavíkur, í desember árið 1997. Þá hafði fyrirtækið aðeins verið til – út á við – í Kringlunni. Staðurinn hefur í gegnum tíðina laðað að sér óteljandi fastagesti enda frábærlega staðsettur í nafla borgarinnar. Flestir sem bregða sér á Kaffitár í Bankastræti gera það auðvitað til að fá sér kaffi, en þó hefur brugðið við að fólk geri það einnig til að lesa og skrifa í dagbók. Að fólk sæki staðinn einnig til að hitta aðra þarf þó ekki að taka fram – svo augljóst er það. Það má því með sanni segja að Kaffitár í Bankastræti sé miðstöð kaffiunnenda í miðbæ Reykjavíkur.

Opnunartímar: Alla daga frá 07:30-18:00

Staðsetning: Bankastræti 8, 101 Reykjavík

Sími: 420-2732

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.