Karlmenn verið vakandi!

26 febrúar, 2014 Fréttir

Marsmánuður er á næsta leiti og eins og kunnugt er flestum landsmönnum þá hleypur jafnan aukinn hárvöxtur í andlit karlmanna í þeim mánuði. Mottumars er heiti árlegs átaks í forvörnum gegn krabbameini hjá körlum. Mottan eða yfirvaraskeggið sem safnast í mars er tákn þess að menn ræði þessi mál hispurlaust og hugi heilsunni með viðeigandi forvarnaraðgerðum. Einnig er haldin keppni um besta skeggið og verður vinnings – “mottan” tilnefnd í lok mánaðarinns.

Karlmenn: Hefjið undirbúning í dag og lækkið drifið á rakvélinni! Munið svo að ræða málin og fara í skoðun.

Gleðilegan Mottumars! skegg2

Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í samtökin

Skrá mig í samtökin

Skrá fyrirtæki