Kátt er í Kolaporti!

28 september, 2014 Fréttir

Í rigningarskúr á sunnudegi í miðborginni er fjölskyldunni vel fyrir komið í Kolaportinu, iðandi markaðstorgi jarðhæðar Tollstjórahússins við Tryggvagötu. Þar er að finna nánast allt milli himins og jarðar; litprúðar flíkur, blikkandi barnaleikföng, gómsæt matföng af ýmsum toga, bækur, skart, myndlist, tónlist, forngripi og svo mætti lengi telja. Þetta er tilvalinn áfangastaður og barnvænn. Eftir góða úttekt og lífleg viðskipti brosir sólin svo við manni er út er komið og þær fjölmörgu verslanir og veitingahús sem standa vaktina alla daga vikunnar.

photo (37)photo (36)photo (35)photo 3 (3)photo 2 (2)photo 1 (3)
Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í markaðsfélagið

Skrá mig í markaðsfélagið

Skrá fyrirtæki