Kjötsdúpudagur laugardaginn 21.október

Framundan er hinn árlegi Kjötsúpudagur á Skólavörðustíg, en þá verður að vanda miklu tjaldað til og þúsundum lítra af gómsætri kjötsúpu útdeilt til gesta og gangandi. Potturinn og pannan í þessum árlega stórviðburði er Jóhann Jónsson meistarakokkur og athafnaskáld í Ostabúðinni, en honum til atfylgis er m.a. fjölskyldan að baki Gullsmiðju Ófeigs, Eggert feldskeri og fjölmargir máttarstólpar aðrir
Screen Shot 2017-10-15 at 22.05.32Screen Shot 2017-10-15 at 22.06.08

Screen Shot 2017-10-15 at 22.06.23

Að þessu sinni verður dráttarvél með heyvagni komið fyrir við gamla Hegningarhúsið og frambjóðendum flokkanna boðið að ræða um landbúnað og svara spurningum vegfarenda á pop-up kosningafundi viku fyrir Alþingiskosningarnar 2017. Bændur og búalið mun standa við kjötkatlana og ausa súpu á meðan þessu vindur fram en öllu jöfnu rís Kjötsúpudagurinn hæst milli kl. 13:00 og 16:00.

Þá eru jafnan í boði tónlistaratriði og skemmtilegheit af ýmsum toga. Því er óphætt að mæla eindregið með því að skunda á Skólavörðustíg n.k. laugardag 21.október.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík