Kjötsúpudagurinn á Skólavörðustíg

Hinn árlegi Kjötsúpudagur á Skólavörðustíg verður n.k. laugardag , 24.október , en það er jafnframt Fyrsti vetrardagur.

Ekki er ástæða til annars en að þakka þeim er öllu ræður prýðilegt sumar og milt haust. Vð látum okkur hlakka til vetrarins og þeirra notalegheita sem honum geta fylgt, ekki síst í aðdraganda jóla.

Hitann og þungann af undirbúningi og framkvæmd Kjötsúpudagsins hafa árum saman borið vaskir rekstraraðilar á Skólavörðustíg.

Yrði á engan hallað þó nafn eðalkokksins Jóhanns Jónssonar í Ostabúðinni yrði þar nefnt, en feðgarnir í Gullsmiðju Ófeigs, Eggert feldskeri og fjölmargir aðrir leggja jafnan gjörva hönd á pottlokin sem skipta tugum , fjölbreytta dagskárgerð og framreiðslu, en kjötsúpan mettar árlega þúsundir. Sauðfjárbændur og fjölmargir aðrir leggja jafnframt ævinlega gott með sér á Kjötsúpudeginum á Skólavörðustíg.

AR-111029997

 

 

 

 

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.