Kokka í blóma

30 apríl, 2016 Fréttir

Verslunin Kokka á Laugavegi 47 fagnaði 15 ára afmæli í vikunni og efndi til móttöku af því tilefni. Framkvæmdastjórinn Guðrún Jóhannesdóttir sem á og rekur verslanir Kokku ásamt fjölskyldu sinni er virkur þátttakandi í félagsstarfi Miðborgarinnar okkar sem stjórnarmaður og deildarstjóri Deildar 2, en hún er jafnframt virkur þátttakandi í Samtökum atvinnulífsins og átti drjúgan þátt í að afla fjár með rekstraraðila til verkefnisins Inspired by Iceland.

Kokka rekur tvær verslanir sem sérhæfa sig í öllu er viðkemur eldhúsinu og er sú upphaflega í miðborginni en hin nýrri í Kringlunni. Við óskum eigendum og starfsfólki Kokku hjartanlega til hamingju með afmælið og þess að Kokka megi halda áfram að blómstra sem ein af bestu verslunum miðborgarinnar.

Screen Shot 2016-04-30 at 12.04.51

Systurnar í Kokku fagna tímamótum í hópi gesta.

Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í samtökin

Skrá mig í samtökin

Skrá fyrirtæki