Kokka

47 Laugavegur, 101 Reykjavík

Í Kokku höfum við þá trú að vandaðir hlutir gleðji bæði hug og hönd. Við leggjum áherslu á þeir hlutir sem við seljum séu vel hannaðir og dugi til síns brúks hvort sem ætlunin er að skera niður hráan fisk í listilegar sashimi sneiðar eða stappa kartöflur í mús.

Markmiðin okkar

Panna er ekki bara panna
Hugmyndin að baki Kokku hefur frá upphafi verið sú að panna er ekki bara panna og markmiðið er að opna augu fólks fyrir því að mismunandi pönnur henta við mismunandi aðstæður.

Svo mikið til og svo erfitt að velja
Stefna Kokku er að leiðbeina viðskiptavinunum í gegnum frumskóg eldhúsáhaldanna og aðstoða við val, notkun og viðhald. Við hvetjum viðskiptavini okkar til að spyrja spurninga og leitumst við að uppfræða og leiðbeina fólki til að finna hvað því sjálfu hentar best.

Verkfæri í eldhúsið
Eldhúsáhöld eru ekkert annað en verkfæri sem maður notar við dagleg störf í eldhúsinu. Þau þurfa að virka og endast vel. Þess vegna leggjum við áherslu á vandaðar vörur sem skila hlutverki sínu með sóma jafnvel við erfiðar aðstæður, og ekki sakar ef hluturinn gleður augað í leiðinni.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.