Konudagur og heimsbyggðin sameinast í söng

Fyrsti dagur Góu og Konudag ber upp á sama degi. Bændur beittu blíðmælgi til að hafa áhrif á veðurvættir og fóru með bónir til Góu í von um að hún myndi sýna mildi og reynast þeim vel. Í nútímanum tíðkast á þessum degi að gefa konum blóm eða annarskonar gjafir, má það vera til að viðhalda mildi og von um góða tíma.. en engu að síður gleður það og kætir. Heiður og þökk eiga allar konur skilið á þessum góða degi.

Í dag sameinast einnig Heimsbyggðin í söng en rúmlega 600 kórsöngvarar víða að af landsbyggðinni koma saman í Hörpu í dag og syngja lagið “Love” eftir John Lennon. Þá munu fjölmargir kórar um gjörvalla veröld stilla sig inn á viðburðinn og taka þátt á sama tíma. Það er Ýmir Björgvin Arthúrsson sem er forsprakki þessa viðburðar og heitir verkefnið “Reykjavík Peace Festival”. Hefst þetta kl. 15:45 og eru allir hjartanlega velkomnir.

konudagurx

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.