Krakkamengi fer af stað á morgun

12510267_911695092276796_19357465908314906_n

Tónleikastaðurinn Mengi hefur verið starfræktur á Óðinsgötu 2 síðan í desember 2013. Þar eru vikulega haldnir þrennir tónleikar; fimmtudaga, föstudaga og laugardaga kl. 21, og hefur framsækin, fjölbreytt og lifandi dagsskrá staðarins vakið mikla lukku.

Krakkamengi, tónlistarsmiðja fyrir börn á aldrinum 4 til 6 ára, undir leiðsögn Benna Hemm Hemm og gestakennara úr röðum landsþekktra tónlistarmanna, verður haldin í fyrsta sinn á morgun, en tónlistarsmiðjunni er ætlað að kynna fyrir þessum aldurshópi hvernig listamennirnir skapa verk sín og hvetja börnin til að fikra sig áfram í að skapa tónverk á eigin forsendum.

Þau Kristín Anna Valtýsdóttir og Víkingur Heiðar Ólafsson stíga á stokk sem fyrstu gestakennararnir í röð tónlistarsmiðja sem haldnar verða hvern sunnudag. Mæting er í Mengi á sunnudagsmorgnum klukkan 10:30 og unnið í vinnustofu í u.þ.b. klukkustund. Að því loknu, eða kl. 11:30 fer fram flutningur á afrakstri vinnustofunnar og er öðrum gestum þá velkomið að koma að hlusta.

Frábært framtak hér á ferðinni hjá Benna Hemm Hemm og tónleikastaðnum Mengi. Tónlistarsmiðjan er ókeypis opin öllum börnum á þessum aldri þeim fullorðnu sem fylgja þeim eins og húsrúm leyfir.

Nánar um viðburðinn hér:

https://www.facebook.com/events/448711038670261/

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík