Kramhúsið

Skólavörðustígur 12, 101 Reykjavík

Kramhúsið er orkustöð miðbæjar Reykjavíkur þar sem dansinn dunar og orkan rís. Þau sem þangað koma vilja aldrei fara aftur! Fjölbreytnin er ótrúlegt, allt frá Pilates, til Beyoncé, Burlesque, Afró og svo mikið meira! Kíktu á úrvalið, komdu og vertu með, fyrir alla stærðir og gerðir af fólki, fjölbreytileikinn er frábær!

Við komum saman í Kramhúsinu til að leika okkur, þú þarft ekki að geta staðið á einum fæti, snert á þér tærnar og mátt vera gjörsamlega taktlaus. Við erum bara komin til að hafa gaman saman.

Þetta gróðurhús við Skólavörðustíginn hefur hýst marga stærstu drauma íslensks listalífs, hlúð að bæði mönnum og menningarfyrirbærum og gefið þeim næði, rými og næringu til að blómstra og dafna. Sumir þessir græðlingar hafa náð slíkri stærð að þeir sprengdu utan af sér pottinn og þurftu að leita annað, og má þar nefna Kvennakór Reykjavíkur,Tangófélag Íslands og Sirkus Íslands. Aðrir eiga áfram sitt heimili og rætur í Kramhúsinu.

Kramhúsið er þó fyrst og fremst staður fyrir venjulegt fólk sem vill hreyfa sig á skemmtilegan og skapandi hátt sem nærir bæði líkama og sál.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.